Anton Sveinn kominn inn á HM50 og EM50 í 100m og 200m bringusundi.
06.03.2022
Til bakaAnton Sveinn McKee synti í morgun 200m bringusund á TYR PRO mótaröðinni í Westmont í Bandaríkjunum. Anton gerði sér lítið fyrir og varð fyrstur inn í úrslita sundið sem fram fór nú í kvöld. Anton synti í morgun á tímanum 2:15.91.
Anton synti mjög vel í kvöld (nótt isl tíma) hann varð þriðji í sundinu á tímanum 2:12.68. Þess má geta að íslandsmetið er 2:10.21.
Þetta er virkilega góður árangur og mjög gott mót hjá Antoni sem er að synda á sínu fyrsta móti síðan í nóvember.
Anton er núna búinn að tryggja sig á HM50 í Búdapest í júní og á EM50 í Róm í ágúst í 100m og 200m bringusundi.